Stjórnin endurnýjaði erindið

Bjarni, Sigurður og Katrín sátu fyrir svörum í Ráðherrabústaðnum.
Bjarni, Sigurður og Katrín sátu fyrir svörum í Ráðherrabústaðnum.

Oddvitar ríkisstjórnarinnar segjast einhuga um það meginverkefni að kveða verðbólgu niður og treysta efnahagsstöðugleika. Þau játa að kjaraveturinn fram undan geti verið erfiður en segjast bjartsýn á að úr rætist.

Þetta kemur fram í viðtali Dagmála við ráðherrana Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga Jóhannsson, formenn stjórnarflokkanna, sem birt er í dag.

Þar er rætt um samstarfsörðugleika og hvernig oddvitarnir hafi unnið saman að því að þétta raðirnar. Þau telja að með því hafi stjórnin endurnýjað erindi sitt.

Eftir sem áður fari þau fyrir þremur flokkum með ólíka stefnu og augljóst sé að ýmis erfið mál eru óleyst. Hingað til hafi stjórninni tekist að finna saman leiðir til lausnar, en gangi það ekki liðist stjórn í sundur. Það telja þau óheillavænlegt, enda aðrir stjórnarkostir fáir og slæmir. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert