Vill lögreglurannsókn í biskupsmáli

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og sr. Kristinn Jens Sigurþórsson Samsett mynd

Séra Kristinn Jens Sigurþórsson skorar á kirkjuþing að beita sér fyrir því að mál sem varðar ráðningarsamning Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, verði rannsakað opinberlega „leiða megi það til lykta og draga fram mögulega sekt eða sýknu málsaðila.“

Hann segir nýlegar upplýsingar styðja að ráðningasamningur við Agnesi, sem sagður er gerður 1. júlí 2022 þegar skipunartími hennar rann út, hafi í raun verið gerður á tímabilinu 20. febrúar til 20. mars á þessu ári.

Grunsemdir um saknæma háttsemi

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Kristinn að vegna þessa sé ráðningasamningurinn sem lagður hefur verið fram mögulega falsaður og settur fram í blekkingarskyni.  „Þegar málsatvik eru skoðuð blasir við að illmögulegt er að bægja frá grunsemdum um saknæma háttsemi. Einmitt þess vegna er lögreglurannsókn knýjandi. Þarf kirkjuþing að ganga fram af ábyrgð og festu því séu eftirfarandi tilvik metin heildstætt má sjá að málið er vægast sagt grunsamlegt og að mörgu er ósvarað,“ segir Kristinn jafnframt í grein sinni.

Kristinn segir að hann hafi fyrir skemmstu fengið ábendingar um dagsetningar í pdf-skjali með ráðningarsamningi Agnesar og að tölvunarfræðingur hafi skoðað skjalið og komist að því að skjalið hafi verið stofnað á pdf-formi fimmtudaginn 9. Mars 2023 kl 15:22, en breytt skömmu síðar. Þá hafi lögmaður Agnesar staðfest að pdf-skjalið með samningnum hafi verið stofnað í skjalakerfi biskupsstofu innan tímabilsins 20. febrúar til 20. mars.

Fer Kristinn í framhaldinu yfir gang málsins og hvar hann telur enn skorta svör, en lesa má grein hans í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Agnes hafði ekki umboð eftir að skipunartími rann út

Ráðningasamningur Agnesar hefur verið mikið til umfjöllunar eftir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að fella ætti úr gildi ákvörðun Agnesar um að víkja sr. Gunnari Sigurjónssyni úr embætti sóknarprests í Digranesprestakalli. Var niðurstaða nefndarinnar að Agnes hafi ekki haft umboð til þess að taka slík­ar ákv­arðanir eft­ir 30. júní árið 2022 þegar skip­un­ar­tími henn­ar rann út.

Lít­ur málið að breyt­ingu á lög­um um Þjóðkirkj­una frá því í júlí 2021 sem kveður m.a. um aukið sjálf­stæði Þjóðkirkj­unn­ar. Þegar skip­un­ar­tími Agnes­ar rann út var sú ný­lunda á mál­um að í stað þess að hún væri skipuð upp á gamla mát­ann var gerður við hana ráðninga­samn­ing­ur frá 1. júlí 2022 til 31. októ­ber 2024.

Var það þrátt fyr­ir að heim­ild til bisk­ups­kjörs hafi verið samþykkt af Kirkjuþingi í mars 2022. Eng­in kosn­ing fór hins hins veg­ar fram held­ur ákveðið að láta Agnesi sinna bisk­ups­störf­um áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert