Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem var farþegi í leigubíl sem maðurinn ók.
Í ákæru sem embætti héraðssaksóknara hefur gefið út er maðurinn sagður hafa beitt konuna ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök án samþykkis hennar aðfaranótt sunnudags í september árið 2022 þegar hann keyrði hana frá Reykjavík til Reykjanesbæjar.
Er tekið fram að maðurinn hafi kysst konuna, þuklað á brjóstum hennar og bæði nuddað kynfæri hennar innanklæða sem utan.
Konan fer fram á þrjár milljónir í miskabætur í málinu, auk þess sem saksóknara fer fram á að manninum verði gerð refsing.