Borgin þarf meiri tíma til að svara

Séra Friðrik og drengurinn á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu í …
Séra Friðrik og drengurinn á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu í Reykjavík. mbl.is/Hákon

Séra Friðrik og drengurinn er minnismerki um séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga sem reist var árið 1952 og stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu í Reykjavík.

Í kjöl­far út­komu nýrr­ar bók­ar um séra Friðrik, þar sem Guðmund­ur Magnús­son sagn­fræðing­ur grein­ir frá því að séra Friðrik hafi leitað á ung­an dreng, sem nú er kom­inn hátt á full­orðins­ár, vildi mbl.is kanna hvort borgin hygðist endurskoða tilverurétt minnismerkisins og hvort einhverjar verklagsreglur væru fyrir hendi þegar um minnismerki er að ræða og mál af þessu tagi kæmu upp.

Reykjavíkurborg svarar því skriflega til að málið sé nýuppkomið, að margir starfsmenn séu í fríi vegna vetrarleyfa og að meiri tíma þurfi til að geta svarað fyrirspurninni efnislega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert