Bráðamóttakan biður fólk að hugsa sig um

Bráðamóttaka Landspítalans.
Bráðamóttaka Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bráðamóttakan í Fossvogi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það kemur á móttökuna vegna álags sem nú ríkir. 

„Á bráðamóttökunni í Fossvogi er nú mikið álag og rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað,“ segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. 

„Við aðstæður sem þessar er óhjákvæmilegt að forgangsraða á bráðamóttökunni á Landspítala Fossvogi eftir bráðleika.  Það getur þýtt að fólk sem ekki er í bráðri hættu þurfi að bíða lengur en annars eftir þjónustu.  Ef því verður mögulega við komið er þess vegna æskilegt að reyna að leita annað.  Hér fyrir neðan er til dæmis yfirlit um heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu, sem fer hér eftir í heild sinni:

Listi yfir fimmtán heilsugæslustöðvar

Einkareknar heilsugæslustöðvar eru síðan starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins:

Kvöld- og helgarvakt læknavaktar

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00-22:00 og um helgar frá kl. 9:00-22:00.

Símavakt allan sólarhringinn

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Í vegvísun er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað, koma málum í réttan farveg og meta hvort þörf er á frekari þjónustu.

Þjónustuvefsjá á Heilsuveru

Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert