Hvetja hugsanlega þolendur til að hafa samband

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, ræddi við mbl.is um málið og …
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, ræddi við mbl.is um málið og hvetur mögulega þolendur séra Friðriks til að leita til samtakanna. Samsett mynd

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að Stígamót hvetji hugsanlega þolendur séra Friðriks Friðrikssonar til að hafa samband við samtökin.

Í kjöl­far út­komu nýrr­ar bók­ar um séra Friðrik, þar sem Guðmund­ur Magnús­son sagn­fræðing­ur grein­ir frá því að séra Friðrik hafi leitað á ung­an dreng, sem nú er kom­inn hátt á full­orðins­ár vildi mbl.is spyrja hvort það hafi færst í vöxt að karlar leiti til Stígamóta.

Geti kveikt óþægilegar minningar

Segir Drífa það sveiflast mjög mikið ár frá ári hversu hátt hlutfall karlmanna leiti til samtakanna en segir það gjarnan gerast þegar svona mál komi upp að óþægilegar minningar vakni til lífsins á ný hjá mörgum af þeirri umræðu og sæki sér aðstoðar í kjölfarið.

„Það sem við reynum að gera þegar svona umræða kemur upp er að liðka fyrir í biðlistunum. Að reyna að setja fólk í forgang sem „triggerast“ af þeirri umræðu sem er í gangi akkúrat núna og hefur kannski beðið í áratugi og er að fara að leita sér hjálpar.

Við hvetjum hugsanlega þolendur séra Friðriks til að hafa samband við Stígamót“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert