Mælingar benda nú til kvikuinnskots syðst í fjallinu

Fagradalsfjall rís fyrir miðju, handan Sandfells í forgrunni.
Fagradalsfjall rís fyrir miðju, handan Sandfells í forgrunni. mbl.is/Skúli Halldórsson

Tæplega 4.000 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar sem hófst á þriðjudag. Af þeim hafa 14 verið yfir 3 stigum að stærð.

Fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar að mesta virknin undanfarna daga hafi verið frá Stóra-Skógsfelli í norðaustri að Eldvörpum, en þeir hafa verið á bilinu 2-6 kílómetra dýpi.  

Stærsti skjálfti hrinunnar mældist 25. október klukkan 8.18 og var hann 4,5 stig að stærð. 

Gikkskjálftar vegna þenslu

Í tilkyningunni segir að vísindafólk Veðurstofunnar telji skjálftana vera gikkskjálfta, sem sé afleiðing spennubreytinga vegna þenslu við Fagradalsfjall.

Þá hafa GPS mælingar á stöðinni FEFC, austan við Festarfjall, sýnt fram á færslu til suðaustur, en þessar mælingar gætu bent til þess að nýtt kvikuinnskot hafi tekið að myndast syðst í ganginum við Fagradalsfjall. 

Vísindamenn Veðurstofunnar telja að um gikkskjálfta sé að ræða.
Vísindamenn Veðurstofunnar telja að um gikkskjálfta sé að ræða. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert