Sameining MA og VMA enn til skoðunar

MA-ingar mótmæla sameiningu MA og VMA í september.
MA-ingar mótmæla sameiningu MA og VMA í september. mbl.is/Margrét Þóra

Áform um sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, MA og VMA, eru enn til skoðunar hjá stjórnvöldum með tilliti til fjármögnunar framhaldsskólastigs.

Niðurstaða liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þetta kemur fram í skriflegu svari mennta- og barnamálaráðuneytis við fyrirspurn mbl.is.

Ráðherra legið undir gagnrýni

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta-og barna­málaráðherra, hef­ur legið und­ir mik­illi gagn­rýni í kring­um fyr­ir­hugaða sam­ein­ingu. 

Vinnu­brögð ráðherr­ans hafa verið gagn­rýnd af kenn­ara­fé­lög­um skól­anna beggja og þeir eru mjög marg­ir sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að þeir sér mót­falln­ir sam­ein­ing­unni, meðal ann­ars þing­menn og fjöldi fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert