Áform um sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, MA og VMA, eru enn til skoðunar hjá stjórnvöldum með tilliti til fjármögnunar framhaldsskólastigs.
Niðurstaða liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þetta kemur fram í skriflegu svari mennta- og barnamálaráðuneytis við fyrirspurn mbl.is.
Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur legið undir mikilli gagnrýni í kringum fyrirhugaða sameiningu.
Vinnubrögð ráðherrans hafa verið gagnrýnd af kennarafélögum skólanna beggja og þeir eru mjög margir sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að þeir sér mótfallnir sameiningunni, meðal annars þingmenn og fjöldi fyrirtækja.