Segjast styðja Seðlabankann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin styðji við peningastefnu Seðlabankans með ríkisfjármálum, ef ekki með lægri útgjöldum, þá með aðhaldskröfu hjá hinu opinbera, en einnig með auknum skatttekjum.

Hún telur mikilvægt að hækkun fjárlaga í meðferðum Alþingis verði hófleg, en telur að þar séu þó einhverjar hækkanir fyrirsjáanlegar og nefnir málefni fatlaðra í því samhengi.

Spurður hvers vegna ekki sé gert ráð fyrir neinni aðhaldskröfu hjá Ríkisútvarpinu líkt og öðrum opinberum stofnunum, segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að mikilvægt sé að sanngirni sé gætt í aðhaldsaðgerðum og allir leggi eitthvað af mörkum.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ít­ar­legu viðtali við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á vett­vangi Dag­mála, sem tekið var upp í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu. Þar spurðu blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson oddvitana út í samstarfið, stöðuna og stefnuna framundan.

Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á netinu og eru opin öllum áskrifendum blaðsins. Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert