Alþjóðapóstsambandið (UPU) gefur íslenskum póstinnviðum lægstu einkunn meðal Evrópuríkja í skýrslu sinni um póstþróunarstig heimsins árið 2022. Fær Ísland rúm 27 stig af 100 mögulegum í samþættri vísitölu stofnunarinnar sem mælir sérstaklega sendingakerfi með tilliti til alþjóðlegra sendinga. Næst fyrir ofan Ísland í Evrópu eru Albanía, Norður-Makedónía og Lúxemborg, en skýrslan nær til 172 ríkja.
Niðurstöðum er skipt í tíu flokka og ná fimm ríki í efsta flokk, það eru Sviss, Austurríki, Þýskaland, Japan og Frakkland. Ísland er í fjórða flokki.
Vísitalan byggir á fjórum þáttum og fær Ísland fæstu stigin í áreiðanleika og tengingu við umheiminn. Ísland lendir í 123. sæti hvað varðar þessa þætti.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.