„Gjaldið er mikilvægt fyrir háskólastarf í landinu“

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Hari

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist telja að verið sé að rangtúlka niðurstöðu áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um endurgreiðslu skrásetningargjalds.

„Það er ekki rétt að það sé búið að úrskurða að gjaldið sé ólögmætt, það er bara víðs fjarri að segja það,“ segir Jón Atli. „Það er verið að gera athugasemdir við það hvernig það er reiknað, hvaða útreikningar liggi að baki og það að gjaldið fari úr 75 þúsund krónum niður í núll er bara fjarstæða. Þetta er bara spurning um hvaða útreikningar liggi þarna að baki svo að háskólaráð þarf að fara aftur yfir málið og þá kemur ný niðurstaða frá ráðinu.“

Jón Atli segir háskólaráð koma til með að fara yfir málið að nýju þar sem komist verði að ítarlegri niðurstöðu. „Skrásetningargjaldið hefur ekki hækkað síðan árið 2014 og ef eitthvað er hefur þjónusta háskólans aukist á þessum tíma og verðlag að sama skapi hækkað," segir hann. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka