Mótmæli fyrir utan Ráðherrabústaðinn

Frá mótmælunum í morgun.
Frá mótmælunum í morgun. mbl.is/Hákon

Félagið Ísland-Palestína efndi til mótmæla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun þar sem ríkisstjórn Íslands fundar.

Þar var því mótmælt að ríkisstjórnin hefði ekki enn gert ákall um vopnahlé eða ekki beitt sér til að setja pressu á ríkisstjórn Ísraels vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Það er til háborinnar skammar,” segir í tilkynningu félagsins á Facebook.

mbl.is/Hákon

Fyrir viku síðan stóðu hjálparsamtökin Solaris fyrir mótmælum fyrir utan Ráðherrabústaðinn þar sem farið var fram á að ríkisstjórnin myndi fordæma aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert