Mun stöðva endurnýjun rafbíla

Horft yfir bílaflota í Þorlákshöfn.
Horft yfir bílaflota í Þorlákshöfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds – Bílaleigu Akureyrar, segir fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum ekki bæta núverandi umgjörð um útleigu þeirra nema að hluta til. Núverandi umhverfi við útleigu rafbíla sé verulega íþyngjandi fyrir bílaleigur.

Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um síðustu daga stendur til að fella niður endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna kaupa á rafbílum um áramótin og taka í staðinn upp styrkjakerfi.

Verulega skökk mynd

Steingrímur segir það vera til bóta enda muni bílaleigur þá fá endurgreiddan innskatt við kaupin og greiða útskatt þegar bíll er seldur en það sé eðlilegt rekstrarumhverfi. Hins vegar standi ekki til að breyta núgildandi reglugerð sem hljóði upp á að bílaleigur þurfi, ólíkt einstaklingum, að skila útskatti af sölu þeirra raf- og tengiltvinnbíla sem þær eiga nú og hafa keypt á undanförnum árum en ekki fengið endurgreiddan innskatt á við kaupin. Það sé verulega skökk mynd.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert