Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins til tveggja ára á níunda þingi félagsins sem lauk í dag.
Guðbjörg Kristmundsdóttir, frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, var einnig endurkjörin sem varaformaður.
Sjö voru í framboði sem aðalmenn í framkvæmdastjórn og voru þeir sjálfkjörnir. Eftirtaldir munu sitja sem aðalmenn í framkvæmdastjórn sambandsins til næstu tveggja ára:
Sem varamenn í framkvæmdarstjórn voru kosnir eftirtaldir:
Í tilkynningu á vef SGS kemur fram að umræður um kjaramál hafi verið áberandi á þinginu, enda kjarasamningavetur framundan. Þá sé ljóst að SGS fari sameinað og tilbúið í komandi viðræður, en félagið fer með umboð allra 18 aðildarfélaga sinna í viðræðum um nýja kjarasamninga á almenna markaðinum.
Á þessu þingi voru ekki fulltrúar frá Eflingu, enda sagði Efling sig úr SGS fyrr á þessu ári. Efling hafði samt ekki verið í samfloti með SGS í síðustu kjarasamningaviðræðum.