Afstaða Íslands hafi „engar afleiðingar“

Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst, segir að …
Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst, segir að hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasaströndinni hafi engar afleiðingar. Samsett mynd

Bjarni Már Magnús­son, lagapró­fess­or við há­skól­ann á Bif­röst, segir reiði vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs vera beint á ranga staði, þar sem það hafi engar afleiðingar að Ísland sitji hjá. Hann einnig bendir á að hjáseta í atkvæðagreiðslu sé ekki það sama og að lýsa andstöðu.

Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að Ísland, ásamt 44 öðrum ríkjum, hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um álykt­un Jórdan­íu vegna þess að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt, sem tók til grimmd­ar­verka Ham­as.

Margir hafa gagnrýnt hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslunni. Félagið Ísland-Palestína boðaði til skyndimótmæla fyrr í dag fyrir utan utanríkisráðuneytið.

Á fimmtudag hófst neyðarumræða í allsherjarþinginu vegna stríðsátakanna fyrir botni …
Á fimmtudag hófst neyðarumræða í allsherjarþinginu vegna stríðsátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Jórdanía og Máritanía, fyrir hönd Arabaríkja og Samtaka íslamskra ríkja, óskuðu eftir umræðunni sem var fram haldið í dag. AFP/Andrea Renault

Munur á ályktunum allsherjarþings og öryggisráðs

„Mér finnst þetta svolítið upphlaup,“ segir Bjarni Már í samtali við mbl.is.

„Ísland situr hjá eins og fjölmörg önnur ríki – þar af ríki sem Ísland ber sig mjög saman við og er gjarnan samferða í alþjóðamálum.“

Prófessorinn bendir á að það sé mikill munur á því þegar öryggisráð SÞ samþykkir ályktanir um vopnahlé og þegar allsherjarþingið geri það, þó ákvörðun allsherjarþingsins hafi pólitískt vægi.

„Öryggisráð getur fyrirskipað að ríkið geti í raun gripið til vopna til að stilla til friðar. Það er ekki það sama með allsherjarþingið, en auðvitað hefur það gríðarlega mikið pólitískt vægi þegar fjölmörg ríki koma sér saman um eitthvað,“ Bjarni.

Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst.
Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst. Ljósmynd/Aðsend

Reiðinni beint á ranga staði

Stór meirihluti ríkja var hlynntur ályktuninni, sem var samþykkt með 120 at­kvæðum gegn 14, auk þeirra 45 ríkja sem sátu hjá.

„Það segir sig sjálft að þegar maður situr hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem nýtur stuðnings frá meirihluta, þá er maður ekki beint að setja sig upp á móti ályktuninni,“ segir Bjarni.

„Hverjar eru afleiðingarnar af þessu? Það eru engar afleiðingar af því að Ísland situr hjá. Þannig mér finnst reiðinni vera beint á ranga staði,“ segir Bjarni.

„Það er ekki að fara að breyta neinu í Miðausturlöndum, hvort Ísland hefði setið hjá eða greitt atkvæði með.“

Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í dag vegna hjásetu Íslands …
Mótmæli fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í dag vegna hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasaströndinni. mbl.is/Óttar

Umdeilt meðal ríkisstjórnarflokka

Þingmenn Vinstri grænna hafa lýst því yfir að Ísland hefði átt að greiða at­kvæði með ályktun Jórdaníu, þótt breyt­ing­ar­til­laga Kan­ada hafi ekki náð fram að ganga. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og samstarfskona þeirra í ríkisstjórn, sagði aftur á móti í viðtali við mbl.is í dag að hjásetan hefði verið „í sam­ræmi við af­stöðu Íslands“.

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, birti einnig færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum sínum á hjásetunni en segir jafnframt að það sé einnig dap­ur­legt að þjóðir komi sér ekki sam­an á vett­vangi SÞ til að for­dæma árás Ham­as.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert