Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að selja fasteignina Safnatröð 1 þar í bæ, en í húsnæðinu er rekið hjúkrunarheimilið Seltjörn og þar er einnig þjónustuhluti fyrir aldraða Seltirninga. Húseignin er í langtímaleigu opinberra aðila.
Óskað er eftir skuldbindandi tilboðum í eignina og skilyrt er að tilboðsgjafi sé sérhæfður í rekstri fasteigna.
Fasteignin er auglýst til sölu í Morgunblaðinu í dag.
Lokið var við byggingu eignarinnar fyrri hluta ársins 2019. Í mars það ár hóf hjúkrunarheimilið Seltjörn starfsemi í eigninni.
„Við erum með fjármuni bundna í þessu húsi sem við þurfum að nota í annað. Við þurfum að klára okkar innviðauppbyggingu hér í bænum og erum einnig að fara að byggja leikskóla og þurfum því að losa um fjármuni,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar í samtali við Morgunblaðið spurður um ástæður þess að eignin er sett á sölu.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.