Íbúar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar kusu með sameiningu sveitarfélaganna að því er tilkynnt var af hálfu beggja klukkan 22.00 í kvöld. Góður meirihluti var hlynntur sameiningu samkvæmt fréttaritara mbl.is á staðnum.
364 eða 82,4% sögðu já en nei sögðu 73 eða 16,5%. Auðir seðlar voru 4 og einn var ógildur.
1.005 manns voru á kjörskrá – 200 í Tálknafirði og 805 í Vesturbyggð.
Talning atkvæða fór fram fyrir opnum dyrum og gafst almenningi kostur á að vera viðstaddur eftir því sem húsrúm leyfði. Viðstöddum var þó gert að hlíta fyrirmælum kjörstjórnar og starfsfólks hennar á talningarstað.