Sveitarfélögin verða sameinuð

Patreksfjörður og Tálknafjörður. Kosið var um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar …
Patreksfjörður og Tálknafjörður. Kosið var um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag. Samsett mynd/mbl.is/Guðlaugur

Íbúar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar kusu með sameiningu sveitarfélaganna að því er tilkynnt var af hálfu beggja klukkan 22.00 í kvöld. Góður meirihluti var hlynntur sameiningu samkvæmt fréttaritara mbl.is á staðnum.

364 eða 82,4% sögðu já en nei sögðu 73 eða 16,5%. Auðir seðlar voru 4 og einn var ógildur.

1.005 manns voru á kjör­skrá – 200 í Tálknafirði og 805 í Vest­ur­byggð.

Taln­ing at­kvæða fór fram fyr­ir opn­um dyr­um og gafst almenningi kost­ur á að vera viðstadd­ur eft­ir því sem hús­rúm leyf­ði. Viðstödd­um var þó gert að hlíta fyr­ir­mæl­um kjör­stjórn­ar og starfs­fólks henn­ar á taln­ing­arstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert