„Svæðið er í vöktun,“ segir Árni Freyr Ásgeirsson lögreglumaður. Góðar gætur er nú hafðar á öllu á Suðurnesjum vegna kvikusöfnunar og jarðskjálfta nærri Grindavík. Um 8.000 skjálftar hafa mælst frá því hrina hófst í síðustu viku.
Virknn virðist heldur vera í rénum og skjálftar yfir 3 að styrk hafa ekki mælst á síðustu sólahringum. Allur er þó varinn góður, eins og þar stendur. Vegna jarðskjálftanna gildir nú viðbúnaðarstig Almannavarna á svæðinu. Þar er horft til þess að, auk skjálfta, verður vart kvikisöfnunar undir yfirborði jarðar. Allt er þetta kunnuglegt úr aðdraganda eldgosa á Grindavíkursvæðinu síðustu árin.
Þau Árni Freyr Ásgeirsson og Kristjana Marteinsdóttir starfa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þau voru á Grindavíkurvaktinni í dag og hafa bækistöð í húsi björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Þaðan gerðu út í dag og fóru um svæðið, meðal annars að slóðum fyrri eldgosa og voru þá á stórum buggy-bíl.
„Við litum eftir því hvort fólki væri á svæðinu og viljum vera við öllu búin,“ sagði Árni Freyr.