Ísak kom Rosenborg á bragðið

Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísak Snær Þorvaldsson og félagar í Rosenborg unnu góðan útisigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ísak kom Rosenborg á bragðið þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu áður en Jayden Nelson bætti öðru markinu við.

Andrej Ilic minnkaði muninn fyrir Vålerenga áður en fyrri hálfleikur var allur og Stefan Strandberg lét verja frá sér vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Ísak var skipt af velli á 72. mínútu leiksins fyrir Ole Sæter en það var einmitt Sæter sem skoraði þriðja mark Rosenborg og gerði út um leikinn fjórum mínútum síðar.

Rosenborg situr í 9.-10. sæti deildarinnar með 33 stig að loknum 26 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert