Segir hælisleitendamál óviðunandi

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að útlendingalöggjöfin hafi sennilega aldrei verið betri. Vandinn snúi að málefnum hælisleitenda og það sé óþolandi fyrir alla að í landinu bíði þúsundir manna eftir svörum úr stjórnsýslunnar og kostnaðurinn himinhár.

Hann ítrekar að ekki megi missa sjónar á mannúðinni, að þeir fái vernd sem hennar þurfi raunverulega með og eigi rétt á henni. Vandinn felist í öllum hinum, sem hafi þegar hlotið hæli annars staðar eða eigi augljóslega ekki rétt á hæli.

Vandinn annars staðar

Bjarni tekur undir að þeir sem synjað sé um hæli og eigi rétt til landvistar eigi að fara úr landi en ekki njóta frekari gestrisni skattgreiðenda. Hann segir að í rauninni ræði þar þó um afar fátt fólk og ástæðulaust að missa sig í pólitískum deilum um slíkar undantekningar. Vandinn liggi annars staðar og kostnaðurinn óstjórnlegur.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ít­ar­legu viðtali við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á vett­vangi Dag­mála, sem tekið var upp í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu. Þar spurðu blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson oddvitana út í samstarfið, stöðuna og stefnuna framundan.

Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á netinu og eru opin öllum áskrifendum blaðsins. Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert