Stjórnin býr sig undir harðan kjaravetur

Katrín Jakobsdóttir telur að stefna ríkisstjórnarinnar sé trúverðug og byggi á traustum ríkissfjármálum. Þess vegna sé hún viss um að stjórnin sé búin undir erfiðan kjaravetur. Hún játar að um það liggi ekki sérstök verkáætlun, en hana megi lesa úr fjármálaáætlun og fjárlögum.

„Við byggjum á góðum grunni,“ segir forsætisráðherra og minnir á að oddvitarnir séu allir reyndir og muni stöðuna eftir fjármálahrunið 2008. Þeir séu reynslunni ríkari og hafi búið í haginn.

Hún segir að staða heimilanna sé vöktuð mjög reglulega í samráði við Seðlabankann og ríkisstjórnin sé reiðubúin ásamt lánastofnunum til þess að bregðast við ef á ógæfuhliðina sígur. Þó þannig að þær aðgerðir vinni ekki gegn peningastefnunni og viðnámi hennar við verðbólgu.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ít­ar­legu viðtali við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á vett­vangi Dag­mála, sem tekið var upp í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu. Þar spurðu blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson oddvitana út í samstarfið, stöðuna og stefnuna framundan.

Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á netinu og eru opin öllum áskrifendum blaðsins. Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert