Þórisvatn fyllist ekki í haust

Ein sjö virkjana sem Landsvirkjun rekur á Þjórsársvæðinu.
Ein sjö virkjana sem Landsvirkjun rekur á Þjórsársvæðinu. Ljósmynd/Landsvirkjun

Þórisvatn, sem er miðlunarlón virkjana á Þjórsársvæðinu, fylltist ekki í haust. Á svæðinu eru nokkrar aflmestu virkjanir Landsvirkjunar.

„Allrar aðgæslu er þörf og of snemmt að álykta um hvort þurfi að takmarka afhendingu sveigjanlegrar raforku á komandi vetri,“ segir í skriflegu svari Ragnhildar Sverrisdóttur upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Tíðarfar á Þjórsársvæði var mjög þurrt frá byrjun júlímánaðar sem olli því að Þórisvatn fylltist ekki í haust. Þess utan hófst niðurdráttur snemma á svæðinu, eða upp úr miðjum september. Önnur miðlunarlón Landsvirkjunar fylltust í sumar og Blöndulón og Hálslón fóru af yfirfalli í lok september. Fylling miðlunarforða í upphafi vatnsárs, sem byrjar 1. október, var 93%. Það samsvarar því að það vanti um 300 GWh í forðann í upphafi vetrar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert