Þrír einstaklingar voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða við álverið í Straumsvík.
Fimm sjúkrabílar og einn tækjabíll voru sendir á vettvang að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan þeirra slösuðu eða alvarleika slysins en fyrsta boð um útkall var klukkan 13.14 í dag.
Uppfært klukkan 14.40
Öllum aðgerðum viðbragðsaðila er nú lokið en lögreglan yfirgaf vettvang um klukkan 14.30. Umferð hafði verið lokað um slysstaðinn en nú er búið að opna fyrir hana aftur.
Enn má búast við miklum umferðartöfum á svæðinu á meðan leysist úr umferðarflækjunni.
Þrír einstaklingar voru fluttir á slysadeild en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir.