Tilkynnt um samkvæmi sem var að fara úr böndunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, þar á meðal barst tilkynning um samkvæmi sem var að fara úr böndunum. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að sá sem tilkynnti samkvæmið hafi sagt að mikið af ungmennum væru á staðnum. 

Þegar lögreglu bar að garði var búið að stöðva samkvæmið og gestkomandi á leiðinni heim.

Þá barst tilkynning um ungmenni inni á skemmtistað í miðborginni. Lögregla fór á vettvang og kannaði málið. Einnig barst tilkynning um unglingadrykkju í miðborginni sem lögregla kannaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert