Tilkynnt um þrjár líkamsárásir

Lögregla þurfti að aðstoða nokkra vegna ölvunar í dag.
Lögregla þurfti að aðstoða nokkra vegna ölvunar í dag. mbl.is/Arnþór

Lögreglu barst þrjár tilkynningar um líkamsárásir í miðbænum undir lok morguns. Einn var vistaður í fangaklefa í tengslum við eina árásina.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar segir einnig að tveir ökumenn hafi verið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig vera án ökuréttinda og með hníf á sér.

Einnig voru nokkrir aðstoðaðir vegna ölvunar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert