Var að hugsa um að skreppa út

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, fellst á að flokkur sinn hafi síður átt í deilum innan ríkisstjórnarinnar, enda á miðjunni. Svo mjög að hann hafi á tímabili verið að hugsa um að skreppa út úr viðtali Dagmála meðan samstarfsfólkið talaði um ágreiningsefnin!

Hann telur stjórnarsamstarfið hins vegar hafa gengið vel og kveðst hafa fundið það sterkt á fundum undanfarinna daga að stjórnin eigi sér nýtt erindi.

Verðbólga fremur en óróleiki

Hann minnir á að þegar til samstarfsins hafi verið stofnað hafi allir verið sammála um nauðsyn þess að koma á stöðugleika. Það sé enn og aftur markmiðið þó viðfangsefnið sé verðbólga fremur en óróleiki í stjórnmálum.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ít­ar­legu viðtali við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á vett­vangi Dag­mála, sem tekið var upp í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu. Þar spurðu blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson oddvitana út í samstarfið, stöðuna og stefnuna framundan.

Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á netinu og eru opin öllum áskrifendum blaðsins. Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert