Allt myndefnið er ónýtt

Slökkviliðið að störfum við húsnæðið fyrr í mánuðinum.
Slökkviliðið að störfum við húsnæðið fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er óljóst hvernig eldurinn kviknaði á Funahöfða sem varð einum manni að bana fyrr í mánuðinum.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn enn vera í gangi og að hún taki sinn tíma.

Spurður hvort einhver grunur sé um íkveikju segir hann engan sérstakan grun um það umfram neitt annað.

Lögreglan rannsakaði hvort hægt væri að styðjast við myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem voru bæði inni í húsinu og utan á því en myndavélarnar skemmdust í eldinum. Að sögn Eiríks er núna ljóst að allt myndefnið er ónýtt, þar sem ekki tókst að endurheimta það.

Hann segir rannsókn á eldsupptökum vera aðallega í höndum tæknideildar lögreglu auk samstarfsaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert