Hætta stafar af breyttum Álfabakka

Stígurinn þykir illa merktur. Það hefur í för með sér …
Stígurinn þykir illa merktur. Það hefur í för með sér að ökumenn vara sig ekki á hjólum þegar beygt er inn á bílastæðið við Garðheima mbl.is/Kristinn Magnússon

Erlendur S. Þorsteinsson hjólareiðaaðgerðasinni vekur athygli á því að skortur á frágangi vegar að nýju húsnæði Garðheima skapi talsverða hættu á hjólastígnum sem lagður hefur verið meðfram Álfabakka.

Erlendur segir ekkert í umhverfinu, svo sem skilti eða yfirborðsmerkingar, vera til staðar til að gera bílstjórum ljóst að þarna sé hjólastígur. Þetta skapi hættu neðst í götunni. Þar segir Erlendur að nýlega hafi næstum verið keyrt á sig.

Umferð um afreinina hefur aukist mikið. Fólk passar sig illa …
Umferð um afreinina hefur aukist mikið. Fólk passar sig illa á því að líta til beggja hliða. Lítið pláss er til staðar ef eitthvað skyldi koma upp á. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert sem grípur athygli ökumanna

Þar sem gatan endar beygja bílar yfir á hjólreiðastíginn til að komast inn á bílastæðið við Garðheima. Ökumönnum er ekki gerð nægileg grein fyrir því að þarna þurfi að passa sig.

„Það er ekkert sem grípur athygli þeirra, enginn kantur, hraðahindrun, yfirborðsmerking eða skilti. Ef þú kemur þarna er næstum eins og þetta sé sveigja í götunni að bílastæðinu,“ segir hjólreiðaaðgerðasinninn.

Nánari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert