Óvanaleg staða í ríkisstjórninni

Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Brynjólfur Löve

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að óvanaleg staða sé komin upp hjá ríkisstjórn Íslands í ljósi þess að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasasvæðinu. Með því virðist utanríkisráðherra hafa farið gegn vilja forsætisráðherra í málinu.

„Utanríkisráðuneytið fer almennt ekki gegn forsætisráðherra. Það er ný staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum. Ég man ekki eftir sambærilegu tilviki við þetta,“ segir Eiríkur.

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hallur Már

Óvenjulegt svona stóru prinsippmáli

„Afstaða forsætisráðherra til deilunnar hefur legið ljós fyrir í áratugi. Ísland er eitt fárra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu með því að taka upp stjórnmálasamstarf við heimastjórnina og íslensk utanríkisstefna hefur verið þannig að þegar við höfum tekið slíka afstöðu þá myndum við hafa verið talsmenn ályktunar af þeim toga sem við studdum ekki í þessu tilviki.“ Eiríkur segir að utanríkisráðherra megi hafa verið fullljóst í ákvörðun sinni að hann fari gegn vilja forsætisráðherra.

„Við höfum séð svona deilur í minni málum milli utanríkisráðherra og jafnvel forsætisráðherra, svo maður taki sem dæmi Davíð Oddsson þegar hann var forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson þegar hann var utanríkisráðherra. Það er fullt af dæmum um það. En í svona stóru prinsippmáli er þetta harla óvenjulegt.“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Morgunblaðinu og mbl.is ekki færi á viðtali vegna málsins um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert