Jarðskjálfti reið yfir Reykjanesskaga klukkan 12.19. Fannst skjálftinn víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Upptök skjálftans voru við Sýlingafell, um þrjá kílómetra austur af Bláa lóninu og því enn nær orkuverinu í Svartsengi, sem einnig er austur af lóninu.
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að mælingar gefi til kynna að skjálftinn hafi verið um fjórir að stærð.
Fyrstu tölur gáfu til kynna að hann væri um 3,8 að stærð en hefur hann nú verið reiknaður upp í 4,5 á vef Veðurstofunnar.
Er þetta stærsti skjálftinn sem mælst hefur síðan á föstudag. Skjálftahrina stendur enn yfir á Reykjanesskaga.
Fréttin hefur verið uppfærð.