Um 550 skjálftar frá miðnætti

Landris hefur mælst norðvestan við Þorbjörn og margþætt ferli kvikuhreyfinga …
Landris hefur mælst norðvestan við Þorbjörn og margþætt ferli kvikuhreyfinga stendur yfir á Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 550 jarðskjálft­ar hafa mælst á Reykja­nesskaga síðan á miðnætti í gær. Það er svipuð virkni og hef­ur verið und­an­farna sól­ar­hringa.

Frá miðnætti á fimmtu­dag og fram á föstu­dags­morg­un mæld­ust um 850 skjálft­ar á svæðinu. Á sama tíma­bili sól­ar­hring síðar um 480 og í gær um 300 skjálft­ar.

Virkn­in virðist rokka upp og niður

All­ir skjálft­ar næt­ur­inn­ar mæld­ust und­ir 3 að stærð en sá stærsti, sem reið yfir laust fyr­ir klukk­an 7 í morg­un, mæld­ist 2,6 að stærð.

Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að það sé ekki hægt að lesa mikið í fjölda eða stærð skjálfta í nótt en svo virðist sem virkn­in rokki aðeins upp og niður.

„Í raun­inni eru ekki nein­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar komn­ar. Þetta er bara svipuð staða og var í gær. InS­AR-mynd­in er ekki kom­in. Við bíðum eft­ir að fá hana í hend­urn­ar.“

Hvað landris varðar hef­ur Veður­stof­an ekki fengið nýj­an punkt að sögn Lovísu en beðið er eft­ir hon­um. Landris hef­ur mælst norðvest­an við Þor­björn og margþætt ferli kviku­hreyf­inga stend­ur yfir á skag­an­um.

Lovísa seg­ir að þegar gögn fari að ber­ast í hús í dag verði mögu­lega hægt að varpa frek­ara ljósi á fram­vind­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert