Von á kröftugri gosum í framtíðinni

Landris hefur mælst nærri Svartsengi. Engin merki eru um óróa …
Landris hefur mælst nærri Svartsengi. Engin merki eru um óróa enn. Aðstæður geta þó breyst hratt. Komi til eldgoss þarf að rýma svæðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er aðeins spurning um tíma, hvenær eldgos verði nærri mikilvægum innviðum á Reykjanesskaga og stofni þeim í hættu. Þetta segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

„Það er klárt að það gerist, það er bara spurning um hvenær. Þess vegna verða menn að halda áfram að undirbúa sig og hafa hlutina klára,“ segir Ármann og heldur áfram: „Þetta er þéttbýlasti staðurinn á landinu. Það er bara tímaspursmál hvenær eldgosin koma upp á óþægilegum stöðum.“

Allur Reykjanesskagi nú undir

Land rís að nýju á Reykjanesskaga og það hratt, eins og greint var frá um helgina. Miðja landrissins er nærri Bláa lóninu og Svartsengi. Ármann segir þessa þróun framhald af því sem hefur verið í gangi síðustu ár. Eðlilegt sé að virknin færi sig á milli kerfa, þar sem allur Reykjanesskagi sé nú undir.

Þetta valdi þó áhyggjum, einkum ef virknin færir sig yfir í Eldvörp, forna gígaröð vestnorðvestur af Grindavík. „Þá er styttra í mikilvæga innviði og mannvirki.“

Ef eldgos komi upp við Svartsengi verði það að öllum líkindum hraungos, eins og hafa orðið í Fagradalsfjallskerfinu. Hann segir þó spurningu um hve kröftug gosin geti orðið.

Nánar er rætt við Ármann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert