1.300 skjálftar í gær

Um 1.300 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í gær.
Um 1.300 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í gær. mbl.is/Hákon

Alls mældust 1.300 skjálftar á Reykjanesskaga í gær. Frá miðnætti í dag hafa mælst um 300 skjálftar og eru það um helmingi færri skjálftar en mældust á sama tímabili í gær. 

Bjarki Kaldalóns Friis, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, segir skjálftavirknina fara upp og niður. Ekki sé hægt að meta hvort hún sé að minnka nema líta yfir stærra tímabil. Skjálftahrinan er því enn í gangi.

Sá stærsti 3 að stærð

Stærsti skjálfti næturinnar mældist 3 að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fimm. 

Virknin er á sama svæði, það er, í grennd við fjallið Þorbjörn. 

Bjarki segir ekki útlit fyrir annað en að virknin muni halda áfram, en það sé þó aldrei hægt að fullyrða með vissu hver þróunin verði. Hann segir einnig að stærri skjálftar geti orðið, líkt og í hádeginu í gær þegar skjálfti af stærðinni 4,2 reið yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert