Áfram í varðhaldi grunaður um hrottalega árás

Lögreglan hefur málið enn til rannsóknar.
Lögreglan hefur málið enn til rannsóknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæslu­v­arðhald yfir karl­manni sem er grunaður um hrotta­legt of­beldi gagn­vart fyrr­ver­andi kær­ustu sinni í ág­úst hef­ur verið fram­lengt til 27. nóv­em­ber.

Að sögn embætt­is lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu var óskað eft­ir fjög­urra vikna fram­leng­ingu á varðhald­inu og var það samþykkt í gær af Héraðsdómi Reykja­ness.

Rann­sókn á mál­inu er enn í gangi hjá lög­regl­unni en maður­inn hef­ur sætt gæslu­v­arðhaldi síðan 4. sept­em­ber. 

Nef­beins- og and­lits­brot­in

Maður­inn er grunaður um að hafa ráðist að kon­unni og ít­rekað lamið og sparkað í hana og þá sér­stak­lega í höfuðið.

Einnig hafi hann reynt að kyrkja kon­una og haldið henni með kyrk­ing­ar­taki þar sem hún var með höfuðið und­ir vatni í nær­liggj­andi læk. Telja má krafta­verki næst að gang­andi veg­far­andi hafi komið þar að en við það hætti maður­inn bar­smíðunum og hljóp á brott.

Kon­an var nef­beins- og and­lits­brot­in eft­ir árás­ina og með opin sár á höfði, marga mar­bletti á höfði, hálsi og víðar um lík­amann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert