„Mikill sorgardagur í Hafnarfirði“

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Ástjarnarkirkja í Hafnarfirði er að skipuleggja bænastund vegna banaslyssins sem varð á Ásvöllum í gærkvöldi þegar átta ára drengur lést.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir slysið sorglegra en orð fá lýst.

„Þetta er mikill sorgardagur í Hafnarfirði og hugur okkar liggur hjá fjölskyldu litla drengsins, sem ég votta mína dýpstu samúð,” segir Rósa.

Rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysinu er á algjöru frumstigi.

Slysið varð syðst á Ásvöllum við bifreiðastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Drengurinn var þar á reiðhjóli þegar hann varð fyrir steypubíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert