Segir fólk ringlað: Langt á eftir áætlun

Það er erfitt að vera í óvissu um aðgengi að …
Það er erfitt að vera í óvissu um aðgengi að fyrirtæki á nýjum stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég veit ekki hvernig í ósköpunum kúnnarnir eiga þá að koma til okkar,“ segir Kristín Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima um hugmyndir Reykjavíkurborgar um að hugsanlega verði aðreinin við Álfabakka lögð niður vegna öryggisþátta, eins og fram kom í svari borgaryfirvalda í Morgunblaðinu í gær.

„Það væri auðvitað betra að aðreinin væri annars staðar, en það er ekki ásættanlegt að þeir loki aðkomunni fyrir þá sem eru að koma úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði að fyrirtækinu,“ segir Kristín.

„Umferðin mun þá aukast til muna um Árskóga sem er vistgata og þar eru margar íbúðir fyrir eldri borgara og gatan ekki ætluð fyrir mikla umferð. Það yrði svo til þess að umferðin færi inn í Seljahverfi nálægt ÍR þar sem mikil gangandi umferð barna er á leið á æfingar.“

Aðgengið frá Reykjavík mjög flókið

„Ég hef ekkert heyrt um þessar tillögur fyrr en ég les um þetta í Morgunblaðinu og enginn hefur verið í sambandi við okkur.“

Hún segir að best hefði verið að hafa aðrein og frárein með svipuðum hætti og gert er við KFC í Kópavogi, þar sem hægt er að keyra inn á bílastæðið og beint af bílastæðinu út aftur á Reykjanesbrautina. „Það myndi strax bæta heilmikið ástandið.“

Kristín segir að það sé mjög slæmt að ekki sé hægt að ganga að því vísu í fyrirtækjarekstri að viðskiptavinir geti komist auðveldlega að fyrirtækinu og frá því.

„Fólk er mjög ringlað yfir því hvernig það eigi að koma til okkar og aðgengið frá Reykjavík er líka mjög flókið og ef þeir færu að fjarlægja þessa aðrein líka yrði þetta allt enn þá flóknara, ef ekki kemur betri lausn í staðinn.“

Lengra viðtal við Kristínu má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert