Skilur vel að margir séu smeykir

Búið er að endurnýja búnað slökkviliðsins í Grindavík sem skemmdist …
Búið er að endurnýja búnað slökkviliðsins í Grindavík sem skemmdist við gróðureldana á gosstöðvunum við Litla-Hrút í júlí. mbl.is/Hákon

„Við erum nátt­úru­lega á óvissu­stigi al­manna­varna og á óvissu­stigi felst það að fylgj­ast vel með, upp­lýsa og fara yfir all­ar áætlan­ir og plön sem eru í gangi og svo treyst­um við vís­inda­sam­fé­lag­inu til þess að meta áhætt­una, við erum ekki sér­fræðing­ar í því.“

Þetta seg­ir Ein­ar Sveinn Jóns­son, slökkviliðsstjóri í Grinda­vík, spurður í sam­tali við mbl.is hvort hann sé ugg­andi yfir stöðunni eft­ir jarðhrær­ing­ar síðustu daga á Reykja­nesskaga.

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík.
Ein­ar Sveinn Jóns­son, slökkviliðsstjóri í Grinda­vík. mbl.is/​Eyþór

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni að staðan geti breyst hratt og ekki sé hægt að úti­loka að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorp­una norðvest­ur af fjall­inu Þor­birni.

Finna frek­ar fyr­ir skjálft­um núna

Innt­ur eft­ir því hvað þurfi að ger­ast svo Grinda­vík verði rýmd seg­ir Ein­ar þá stöðu ansi lang­sótta og lög­reglu­stjóri sjái al­farið um það. 

„Það þyrfti að vera mjög mikið í gangi til þess að gripið yrði til þess. Þó það komi upp gos fyr­ir ofan Þor­björn, þá er það langt frá bæn­um í upp­hafi. Óvissu­stig al­manna­varna á ekki að hafa áhrif á dag­leg störf eins né neins, það eru all­ir bara á varðbergi og fylgj­ast vel með og yf­ir­fara heim í hérað og eins og er þá hef­ur það ekki meiri áhrif. Það eru bara all­ir að gera sitt klárt.“

Þá tek­ur Ein­ar fram að í aðdrag­anda síðasta goss hafi bæj­ar­bú­ar fundið lítið fyr­ir skjálft­um en nú sé staðan önn­ur.

„Þá fór Grinda­vík mjög létt út úr skjálft­um, það hafa verið meiri skjálft­ar núna og það er óþægi­legt. Skjálft­ar eru óþægi­leg­ir þannig að fólk er vart um sig og ugg­andi yfir hvað ef og hvað verður en þetta er þannig at­b­urður að þetta er ekki eitt­hvað sem menn þurfa að hlaupa neitt und­an. Þetta er lang­tíma­at­b­urður og ger­ist af­skap­lega hægt. En ég skil og ber fulla virðingu fyr­ir því að það eru marg­ir smeyk­ir við þetta,“ seg­ir hann.

„Ef ein leið lokast þá tek­ur önn­ur við“

Að sögn Ein­ars er búið að teikna upp alls kon­ar sviðsmynd­ir og hugsa meðal ann­ars fyr­ir því hvað ger­ist ef Grinda­vík­ur­veg­ur fer und­ir hraun.

„Það eru nátt­úru­lega fleiri leiðir inn og út úr bæn­um en Grinda­vík­ur­veg­ur. Við erum með Nes­veg­inn og Suður­strand­ar­veg og svo fullt af öðrum slóðum þarna. Ef ein leið lokast þá tek­ur önn­ur við og þetta er bara svona verk­efni sem við þurf­um ekk­ert að vera að standa á öskr­inu eða hlaupa. Hraun vell­ur mjög hægt fram þannig að þetta er margra sól­ar­hringa at­b­urður ef þetta fer af stað sem við von­um að sjálf­sögðu ekki.“

Nauðsyn­legt að segja sann­leik­ann

Spurður í fram­hald­inu hvort búið sé að teikna upp drög að varn­ar­görðum seg­ir Ein­ar ýmis plön til þótt erfitt sé að staðsetja eitt­hvað þegar ekki er vitað fyr­ir­fram hvar at­b­urður­inn verður.

„Það eru til áætlan­ir um það, upp­bygg­ing og svo­leiðis,“ seg­ir hann og blaðamanni leik­ur for­vitni á að vita hvort það sé stress­andi að vera slökkviliðstjóri á tím­um sem þess­um.

„Nei, við reyn­um bara að gera okk­ar besta og standa klár á okk­ar. Við stönd­um bara sam­an bæj­ar­bú­ar, all­ir sem einn. Það er bara að skapa ekki ein­hverja hræðslu, frek­ar að vera upp­lýs­andi og vera ekki að fela neitt, segja sann­leik­ann.“

Ein­ar seg­ir einnig mik­il­vægt að hrópa ástandið ekki upp þannig að það skap­ist læti.

„Þess­ir at­b­urðir ger­ast mjög hægt í raun­tíma. Þetta er ekki am­er­ísk mynd þar sem kem­ur ein­hver sprengja. Þetta er frek­ar eins og hafra­graut­ur sem sýður upp úr potti, jörðin rifn­ar og þetta vell­ur upp eins og hafra­graut­ur svona í upp­hafi. Ég væri í ein­hverju öðru starfi ef ég svæfi ekki yfir þessu, ég sef al­veg ró­leg­ur en við ber­um virðingu fyr­ir nátt­úr­unni og upp­lýs­um frek­ar, tök­um þetta bara sam­an. Von­andi læg­ir svo bara og þetta líður hjá.“ 

Öðru­vísi aðstæður núna

Í júlí birt­ist viðtal við Ein­ar í Morg­un­blaðinu þar sem hann lýsti því hvernig búnaður slökkviliðsins hefði skemmst og slöng­ur bæði eyðilagst og brunnið eft­ir bar­átt­una við gróðureld­ana á gosstöðvun­um við Litla-Hrút. Sagði hann á þeim tíma að þörf væri á að kaupa svo­lítið af búnaði.

En skyldi vera búið að end­ur­nýja búnaðinn og er slökkviliðið í stakk búið til að tak­ast á við gróðurelda ef til þeirra kem­ur?

„Við erum búin að laga það og erum í eig­in­lega bet­ur stadd­ir í dag með búnaðinn. Jarðveg­ur­inn er líka þannig núna að það er komið haust og allt blautt þannig að magnið verður ekki eft­ir því, þetta eru öðru­vísi og jafn­vel betri aðstæður,“ seg­ir hann að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert