Upplifa sig giftar börnum ekki eiginmönnum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:51
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:51
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hulda Jóns­dótt­ir Tölgyes sál­fræðing­ur seg­ir mikið ójafn­rétti ríkja á ís­lensk­um heim­il­um þegar litið er til verka­skipt­ing­ar á milli karla og kvenna. Síðustu ár hef­ur Hulda kynnt sér mál­efni kvenna til hlít­ar og vakið at­hygli al­menn­ings á þriðju vakt­inni. Hulda ræðir um skaðleg áhrif þriðju vakt­ar­inn­ar í Dag­mál­um dags­ins.

„Rann­sókn­ir sýna að það er oft erfitt að greina á milli mæðrun­ar og að vera maki ein­hvers þegar kem­ur að þessu,“ seg­ir Hulda. „Rann­sókn­ir sýna líka að kon­ur eru miklu meira í því að minna maka sinn og börn­in á eitt­hvað held­ur en að karl­ar eru að minna heim­il­is­fólk á hluti,“ seg­ir hún jafn­framt.

Jafn­rétt­is­hand­bók heim­il­is­ins

Hulda og eig­inmaður henn­ar, Þor­steinn V. Ein­ars­son, kynja­fræðing­ur og hlaðvarps­stjórn­andi Karl­mennsk­unn­ar, hafa skrifað bók um þriðju vakt­ina. Bók­in heit­ir Þriðja vakt­in - Jafn­rétt­is­hand­bók heim­il­is­ins og er ætlað að varpa ljósi á reynslu­heim kvenna og streitu­álagið sem á þær hall­ar.

Við skrif­in leituðu hjón­in til al­menn­ings eft­ir reynslu­sög­um. Alls bár­ust þeim um 300 frá­sagn­ir og seg­ir Hulda að hug­ræn byrði kvenna hafi verið rauði þráður frá­sagn­anna. Bók­in kem­ur út í lok nóv­em­ber­mánaðar.

Rót­gróið vanda­mál

Af frá­sögn­um margra ís­lenskra kvenna að dæma upp­lifa þær eig­in­menn sína sem eina af börn­un­um vegna þeirr­ar auknu hug­rænu byrði sem fell­ur gjarn­an á herðar þeirra, einna helst í gagn­kyn­hneigðum sam­bönd­um.

Hulda tel­ur mik­il­vægt að karl­ar opni aug­un fyr­ir þeirri skaðsemi sem þriðja vakt­in veld­ur kon­um og þeir fari að beina sjón­um sín­um að þeirri duldu mis­skipt­ingu sem á sér stað á milli kynja. Hún seg­ir fræðsluna til staðar en stór hluti vanda­máls­ins séu rót­gró­in sam­fé­lags­leg viðhorf sem þurfi að breyt­ast.  

„Karl­ar þurfa að stíga inn af full­um þunga, taka ábyrgð og gera það að eig­in frum­kvæði.“

Smelltu hér til að horfa eða hlusta á viðtalið við Huldu í fullri lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka