Verðmætt seðlasafn í uppboðshúsi

Nokkra afar verðmæta íslenska peningaseðla er að finna í safni …
Nokkra afar verðmæta íslenska peningaseðla er að finna í safni Freys Jóhannessonar sem er hættur að safna íslenskum seðlum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Verðmætt safn peningaseðla, einkum íslenskra, er nú falboðið hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rassmussen í Kaupmannahöfn, en safnið er í eigu Freys Jóhannessonar tæknifræðings sem lagt hefur stund á söfnun peningaseðla svo skiptir áratugum allmörgum.

Í samtali við Morgunblaðið færðist Freyr undan því að nefna áætlað verðmæti safnsins, en sagði að það væri líkt og „andvirði tveggja eða þriggja fjallabíla“ eins og hann komst að orði.

Uppboðið sjálft fer fram í Lyngby í Danmörku 7. nóvember, en nú stendur yfir forleikur þess á vefsíðu uppboðshússins. Þar má m.a. sjá að boðnir verða upp íslenskir peningaseðlar sem metnir eru á allt að 400 þúsund krónur danskar sem jafngildir tæpum 8 milljónum íslenskra króna.

Freyr Jóhannesson.
Freyr Jóhannesson. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er svona mestallt af seðlasafninu sem þarna er boðið til sölu,“ segir Freyr í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru rétt rúm 400 eintök,“ segir hann.

Ætla má að verðmæti safnsins nemi tugum milljóna hið minnsta, en ekki vildi Freyr fara nánar út í þá sálma enda ekki ljóst hvort allt safnið myndi seljast.

Nánar er rætt við Frey í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert