3,7 stiga skjálfti í nótt

Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og mældist stærsti skjálfti næturinnar …
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og mældist stærsti skjálfti næturinnar 3,7 að stærð. mbl.is/Hákon

Nátthrafnar í Grindavík urðu þess mögulega varir í nótt þegar 3,7 stiga jarðskjálfti reið yfir. Skjálftinn varð skömmu fyrir klukkan eitt og voru upptök norðvestan við Grindavík, við Eldvörp.

Var þetta stærsti skjálfti næturinnar en nokkrir skjálftar yfir tveimur að stærð mældust einnig. 

Skjálftahrina stendur nú yfir á Reykjanesskaga og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands hana vera skýrt merki um kvikuhlaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert