Andlát: Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson útgefandi er látinn.
Kristján Jóhannsson útgefandi er látinn.

Kristján Jóhannsson útgefandi lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. október síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Kristján var fæddur á Ísafirði 18. maí 1942. Hann var sonur hjónanna Jóhanns Jóhannssonar forstjóra og Jóhönnu Kristjánsdóttur húsmóður. Um tvítugt lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann hóf nám í prentiðn. Við það starfaði hann í tugi ári, m.a. í hringiðu blaðaprentunar á Íslandi í Blaðaprenti. Kristján stofnaði Prentsmiðjuna Nes á Seltjarnarnesi og síðar stofnaði Kristján eigin útgáfu þegar hann hóf að gefa út bæjarblaðið Nesfréttir árið 1988.

Útgáfa Nesfrétta leiddi síðar af sér útgáfu fleiri staðbundinna blaða á höfuðborgarsvæðinu, m.a. Vesturbæjarblaðsins sem Kristján stofnaði ásamt Ingólfi Margeirssyni ritstjóra. Undir merkjum Borgarblaða annaðist Kristján einnig útgáfu Breiðholtsblaðsins og Kópavogsblaðsins um tíma. Einnig tók hann þátt í útgáfu Seltirningabókar sem Heimir Þorleifsson ritaði.

Kristján var alla tíð virkur í sínu samfélagi á Seltjarnarnesi. Hann var einn af upphafsmönnum elsta hlaupaklúbbs landsins; Trimmklúbbs Seltjarnarness, og sat um tíma í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju.

Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Elísabet Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Guðrún, Jóhanna, Valur og Guðmundur Gauti Kristjánsbörn.

Útför Kristjáns fer fram í kyrrþey að hans ósk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert