Isaac Kwateng snýr aftur til Íslands

Isaac var vísað úr landi um miðan október eftir sex …
Isaac var vísað úr landi um miðan október eftir sex ára bið og óvissu hér á landi. mbl.is/Óttar

Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, fékk samþykkt at­vinnu- og dval­ar­leyfi í gær og held­ur því aft­ur til Íslands frá Gana á allra næstu dög­um. 

Isaac kom hingað til lands árið 2017 og sótti þá um alþjóðlega vernd. Um miðjan októ­ber var hon­um síðan vísað úr landi eft­ir sex ára bið og óvissu hér á landi. 

Bíður staðfest­ing­ar á vega­bréfs­árit­un

María Edw­ards­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Þrótt­ar, er að von­um ánægð með að búið sé að samþykkja at­vinnu- og dval­ar­leyfið og bíður spennt eft­ir því að Isaac fljúgi aft­ur hingað til lands. 

Það er þó ekki búið að bóka flug fyr­ir Isaac. Ástæðan fyr­ir því, að sögn Maríu, er að hann bíður eft­ir staðfest­ingu á vega­bréfs­árit­un. 

„Hann flýg­ur heim þegar hún er kom­in,“ seg­ir María og bæt­ir við að með þessu sé verið að tryggja að hann lendi ekki í vand­ræðum á ferðalagi sínu hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka