Mun draga úr áhuga á rafbílum

Sérmerktum hleðslustæðum fyrir rafbíla fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu.
Sérmerktum hleðslustæðum fyrir rafbíla fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), gerir ráð fyrir að minni ívilnanir vegna rafbíla muni draga úr eftirspurn.

„Margir munu velta því fyrir sér hvort það borgi sig að kaupa rafbíl miðað við sína akstursþörf og notkun. Það eru ekki allir drifnir áfram af umhverfissjónarmiðum við kaup á rafbíl. Þetta er stór útgjaldaliður þannig að fólk þarf að huga að ýmsu öðru. Boðaðar breytingar gætu haft í för með sér að það verði ekki lengur hagkvæmt fyrir marga aðila að fara í orkuskipti. Maður heyrir að margir séu svolítið tvístígandi með að fara í þessi umskipti út af þessu,“ segir Runólfur.

Annars vegar sé rætt um að hætta endurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla allt að 1.320 þúsundum en taka í staðinn upp styrki úr Orkusjóði. Hins vegar sé boðað að leggja á 6 króna kílómetragjald á rafbíla um áramótin.

Þótt endanleg útfærsla liggi ekki fyrir sé ljóst að dregið verði úr niðurgreiðslum á rafbílum til almennings. „Á þessum tímapunkti höfum við að sjálfsögðu áhyggjur af því að það dragi úr áhuga almennra kaupenda á rafbílum,“ segir Runólfur.

Ítarlegri umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag en þar er einnig rætt við Garðar Stein Ólafsson, lögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert