Opna á einkaframkvæmd

Horft yfir Víkurkauptún og til Reynisfjalls þar sem rætt er …
Horft yfir Víkurkauptún og til Reynisfjalls þar sem rætt er um að grafa jarðgöng. Margt er í deiglunni í samgöngumálum á Suðurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Stór­ar og dýr­ar ný­fram­kvæmd­ir í vega­mál­um má í rík­ari mæli fjár­magna með hóf­leg­um veg­gjöld­um. Þetta seg­ir í álykt­un ársþings Sam­bands sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga (SASS) sem haldið var í síðustu viku.

Verk­efn­um af þess­um toga, sam­starfi rík­is og einkaaðila, þarf að setja um­gjörð hvort sem fram­kvæmd­irn­ar eru al­farið fjár­magnaðar með not­enda­gjöld­um eða að ein­hverju leyti fyr­ir op­in­bert fé.

Vega­mál­in skipta okk­ur miklu, seg­ir Ásgerður K. Gylfa­dótt­ir formaður SASS í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hún til­tek­ur að veg­gjöld verði inn­heimt af þeim sem fari um nýja brú yfir Horna­fjarðarfljót sem á að verða til­bú­in eft­ir tvö ár. Sama muni gilda um nýja Ölfusár­brú við Sel­foss, en bygg­ing henn­ar á að hefjast á næsta ári. Sú fram­kvæmd verður sam­vinnu­verk­efni rík­is og einkaaðila; PPP-fram­kvæmd eins og slíkt er stund­um kallað.

„Jarðgöng und­ir Reyn­is­fjall í Mýr­dal er verk­efni sem gæti hentað í einkafram­kvæmd. Þau hafa nú verið færð aft­ar í for­gangs­röð hugs­an­legra jarðganga sem grafa skal. Við Sunn­lend­ing­ar vilj­um þau fram­ar og mun­um hamra á mik­il­vægi þessa máls,“ seg­ir Ásgerður.

Minnt er á álykt­un SASS um að for­gangsraða verði vega­fram­kvæmd­um á Suður­landi í þágu ör­ygg­is veg­far­enda. Mik­ill um­ferðarþungi sé í lands­hlut­an­um, ekki síst vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar ferðamanna, bæði á hring­veg­in­um og í upp­sveit­um Árnes­sýslu. Víða þurfi að breikka vegi og laga veg­axl­ir. Þetta eigi við um vegi frá Markarfljóti og aust­ur í Skafta­fells­sýsl­ur en einnig marga stofn­vegi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert