Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið sjö í tengslum við skotárásina sem átti sér stað við fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt.
Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Að sögn Gríms telur lögreglan að í kjölfar sjöundu handtökunnar hafi allir þeir sem komi að árásinni verið handteknir.