Skjálfti reið yfir Grindavík rétt í þessu þar sem upplýsingafundur með bæjarbúum vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum er nú í gangi.
Fyrstu mælingar Veðurstofunnar benda til að skjálftinn hafi verið 2,3 að stærð.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri var að ávarpa fundinn þegar sætin í stúkunni tóku að skjálfa.
Íbúar kipptu sér ekki mikið upp við skjálftann og hlógu bara.