Svartasta sviðsmyndin: Ekkert vatn eða rafmagn

Íbúafundurinn hófst klukkan 17.
Íbúafundurinn hófst klukkan 17. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svartasta sviðsmyndin sem er uppi vegna mögulegs eldgoss í nágrenni Grindavíkur er að ekkert rafmagn, heitt- eða kalt vatn verði á svæðinu, t.d. ef virkjunin Svartsengi færi undir.

Þetta segir Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, á upplýsingafundi fyrir íbúa Grindavíkur sem hófst klukkan 17.

HS Veitur hafa verið í sambandi við Landsnet um að fá dísilvélar til að bregðast við ef þessi staða kæmi upp. 

Undirbúningur hafinn

Hann segir undirbúning þegar hafinn fyrir undirstöður vélanna á nokkrum stöðum í bænum. 

Egilll ítrekar þó að þetta sé svartasta sviðsmyndin.

„Þetta er bara það sem við sjáum og erum búin að horfa á síðustu daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert