Þrír handteknir vegna skotárásar

Grímur segir lögregluna hafa handtekið þrjá í tengslum við skotárásina …
Grímur segir lögregluna hafa handtekið þrjá í tengslum við skotárásina sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nótt. mbl.is/Arnþór

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nótt. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

„Við erum í þessum töluðu orðum að reyna að hafa uppi á fólki og höfum handtekið þrjá menn,“ segir Grímur, en að hans sögn eru málsatvik í málinu að skýrast. Þó hafi ekki verið tekin ákvörðun um það hvort lýst verði eftir einhverjum í tengslum við málið. 

Grímur staðfestir jafnframt að sá sem særðist í árásanni hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 

„Við erum bara á fullu í þessu máli, húsleitir og handtökur eru það sem getur verið í gangi,“ segir Grímur.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert