Vart við mikið svifryk í borginni

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælist til að börn og þeir sem eru …
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælist til að börn og þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum forðist útivist ef þau finna fyrir óþægindum. mbl.is/RAX

Styrkur svifryks hefur mælst mikill á loftgæðamælistöðvum í borginni í nótt og í dag en um er að ræða sandfok af hálendinu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Gildi svifryks eru há víða á höfuðborgarsvæðinu og mælist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur til þess að börn og þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum forðist útivist ef þau finna fyrir óþægindum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka