Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 reið yfir rétt vestur af Bláa lóninu í nótt og fannst hann víða á suðvesturhorninu. Skjálftinni varð klukkan 3.51.
Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að virknin sé túlkuð sem kvikuhlaup á um 4-5 km dýpi en engar vísbendingar séu um gosóróa að svo stöddu.
Yfir níu skjálftar yfir þremur stigum hafa mælst frá miðnætti. Stendur hrinan enn yfir en 450 skjálftar höfðu mælst frá miðnætti klukkan 4.45 í nótt.